61% nemenda gangandi eða hjólandi

Óformleg könnun var gerð meðal nemenda skólans á  "Göngum í skólann deginum". Niðurstöður eru þær að um 61% nemenda komu í skólann með eigin vöðvaafli þ.e. gangandi eða hjólandi. 2,5% nemenda koma með strætó og ganga því hluta leiðarinnar. 13% koma með skólabíl og 18% með einkabíl. 5,5% nemenda voru fjarverandi. Tvær bekkjardeildir tóku ekki þátt í könnuninni.