03.02.2011
Glatt var á hjalla á
100 daga hátíðinni hjá 1.bekk. Gengið var um skólann með
gleðisöng svo undir tók.Nemendur hafa í vetur lært að telja einingar og tugi upp í hundrað og fengu að velja 10x10
góðgæti í kramarhús sem þeir höfðu föndrað. Kennararnir þeirra Ragnheiður og Sigrún bökuðu í tilefni dagsins
100 muffins og blésu í 100 blöðrur sem hengdar voru upp í skólastofunum. Einnig unnu nemendur verkefni í ritun og stærðfræði tengt
hátíðinni. Myndir má sjá hér og undir "myndir" á grænu valstikunni efst á
heimasíðunni.