100 daga hátíð

Hundrað daga hátíð!
Hundrað daga hátíð!
Hundrað daga hátíð 1. bekkjar fór fram nú nýverið þar sem nemendur í 1. bekk fögnuðu að fyrstu 100 skóladögunum er lokið. Frá því börnin hófu skólagönguna hafa þau talið hvern dag, sett þá í tugi og nú voru tugirnir orðnir 10 sinnum 10! Þá var mál til komið að fagna! Hér má finna nokkrar myndir frá hátíðarhöldunum þar sem þau töldu 10 stykka af hverju sem í boði var og settu í kramarhús.