Fimmtudaginn 4. mars verður útivistardagur í Brekkuskóla.
Að þessu sinni er 5. – 10. bekk boðið í Hlíðarfjall.
1. – 2. bekkur stefnir á að fara í gönguferð og fá foreldrar nánari upplýsingar þegar nær dregur.
3. - 4. bekkur fer í Kjarnaskóg.
Nemendur í 1. - 3. bekk ljúka skóladegi kl. 13:10 Frístund er opin fyrir nemendur sem eru skráðir.
Nemendur í 4. – 10. bekk ljúka skóladegi um hádegi, matur fyrir þá sem eru skráðir í mat.
Þær lyftur sem opnar verða eru: Töfrateppið, Hólabraut, Skálabraut og Hjallabraut. Aðrar lyftur fylgja hefðbundnum opnunartíma Hlíðarfjalls.
Ef nemendur ætla að verða eftir í Hlíðafjalli verður að koma samþykki frá foreldrum til umsjónarkennara og þá eru nemendur á eigin vegum í fjallinu.
Nemendur þurfa að koma klæddir eftir veðri. Húfa, vettlingar, hlífðarbuxur og hjálmur mega ekki gleymast og muna eftir nestinu. Vakin er athygli á því að veður og færi geta breyst á skömmum tíma og verða þá allir að taka mið af því - en spáin er nokkuð góð:-)
Hádegismatur verður snæddur í skólanum.
Nemendur mæta í skólastofur klukkan 8.
Farið verður með rútum frá skólanum sem hér segir:
8. - 10. bekkur kl. 08:15
5. - 7. bekkur kl. 08:45
3. – 4. bekkur kl. 08:45
Lagt verður af stað úr Kjarnaskógi kl. 12:00
Lagt verður af stað úr Hlíðarfjalli sem hér segir:
5. - 7. bekkur kl. 12: 00
8. - 10. bekkur kl. 12:30
Með útivistarkveðju úr skólanum!
v/Skólastíg | 600 Akureyri kt. 410169-6229 Sími: 414-7900 Frístund sími 414-7979 Netfang: brekkuskoli@akureyri.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 414 7900 / brekkuskoli@akureyri.is