Nemendum í 8. – 10. bekk Brekkuskóla var boðið í Samkomuhúsið í gær á sýninguna Fml, Fokk mæ læf í uppfærslu Leikfélags unga fólksins. Leikhópurinn er skipaður sjö ungum stúlkum á aldrinum 14 – 16 ára. Fml fjallar um þær margslungnu hindranir og áskoranir sem móta sjálfsmynd unglingsáranna, eins og einelti, kvíða, líkamsímynd, kynvitund, samfélagsmiðla og almenn samskipti við jafningja og fullorðna.
Þær Sóldís Anna Jónsdóttir og Þorbjörg Þóroddsdóttir nemendur Brekkuskóla voru í leikhópnum.
v/Skólastíg | 600 Akureyri kt. 410169-6229 Sími: 414-7900 Frístund sími 414-7979 Netfang: brekkuskoli@akureyri.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 414 7900 / brekkuskoli@akureyri.is