Það er orðinn árviss viðburður í skólanum þegar 1. bekkur heldur sína 100 daga hátíð. Hún er haldin þegar
nemendur 1. bekkjar hafa verið 100 daga í grunnskóla. Þau safna dögum alveg frá skólabyrjun. Í leiðinni er nemendum kennt að setja einingar
saman í tugi. Þegar þau hafa safnað 10 tugum þá kemur í ljós að það er það sama og 100 dagar.
Þennan dag mæta nemendur og kennarar prúðbúnir og telja saman 10 sinnum 10 einingar af góðgæti í kramarhús þar til þau eru
komin með 100 mola í kramarhúsið. Nemendur syngja og horfa saman á mynd. Að lokum ganga þau svo fylktu liði um skólann og syngja.
Hátíðin setur skemmtilega svip á skólastarfið þennan dag.
Myndir frá hátíðinni
Myndskeið frá söngstund hátíðarinnar