Verkefninu Göngum í skólann verður hleypt af stokkunum í áttunda sinn miðvikudaginn 10. september næstkomandi og lýkur svo formlega
með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 8. október.
Markmið verkefnisins eru að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að
ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Brekkuskóli er þátttakandi í verkefninu.
Nánari upplýsingar um verkefnið er finna á vefsíðu verkefnisins.
Íþróttakennarar Brekkuskóla