Stjórnarfundur Foreldrafélags Brekkuskóla

Foreldrafélag Brekkuskóla 
Stjórnarfundur 6. febrúar kl 20 
Haldinn í Brekkuskóla

Mætt: Lísbet, Helen, Steinþór, Snæfríður, Kristrún, Guðbjörg, Þórey, Heiðrún og Hanna Kata

  

  1. Félagsgjöld

Greiðsluseðlar hafa verið sendir út. Eindagi er 30.apríl en nokkuð er komið inn.

 

  1. Styrkur til skákferðar

Fjórir nemendur kepptu á skákmóti fyrir hönd skólans í Reykjavík. Foreldrafélagið samþykkti styrk fyrir ferðinni, 3.000kr pr. barn. Beðið er eftir reikningi.

 

  1. Símanotkun

Símanotkun nemenda í kennslustundum hefur verið vandamál, amk af og til. Fulltrúar foreldrafélagsins í skólaráði spyrjist fyrir um málið á næsta fundi skólaráðs (14.feb); stöðuna og þau úrræði sem verið er að beita. Einnig verði send fyrirspurn til Samtaka (Svæðisráð foreldra nemenda í grunnskólum Akureyrar) um stöðu í öðrum skólum.

Rætt um mikilvægi skilaboða frá foreldrum í samhengi við símanotkun barna t.d. aldurstakmörk í tölvuleikjum og samfélagsmiðlum snjalltæki ungra barna í skólanum. Rætt um möguleika á samtakamætti í því sambandi.

Formaður sendi fyrirspurn til Akureyrarbæjar um mögulega vinnu fræðslu- og lýðheilsusviðs í kjölfar málþings um hatursorðræðu.

 

  1. Pennar og húfur

Áætlað er að 30 nemendur hefji skólagöngu í 1.bekk. Húfulager ætti að nægja til hausts 2024.

Pennar eru komnir í hús og tilbúnir til afhendingar fyrir vorið og ættu að duga, einnig út vorið 2024.

Miðað við stöðuna, þarf væntanlega ekki að panta húfur og penna fyrr en síðla árs 2024. 

 

  1. Menningartengdir viðburðir

Leikhús – farandsýning, eða brot úr sýningu. Ekki vitneskja um slíkt í gangi núna, en ef hugmyndir koma inn, væri gaman að frétta af þeim. Þá væri hægt að heyra í Samtaka, ef fleiri skólar í bænum vildu hoppa á vagninn.

Rætt um brúðuleikhús Bernd Ogrodnik, sem vann með grunnskólabörnum á Dalvík fyrir nokkrum árum, að uppsetningu sýningar og gerð leikmuna í brúðuleikhúss.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 21.

Fundinn ritaði: Hanna Kata