Foreldrafélagsfundur 7. nóv. 2022

Mættir: Lísbet, Heiðrún, Snæfríður, Kristrún, Helen Birta

Lísbet sagði frá aðalfundi Samtaka.

                -Léleg mæting, ræddum lausnir, hvað hægt væri að gera til að bæta mætingu

                -Hugmynd að hafa fyrirlestra á aðalfundum foreldrafélaga opna foreldrum úr öllum skólum

                -Rætt um 1-3-5-8 fyrirkomulag í Brekkuskóla og hvað það er gott skipulag, hugmynd um að hafa hitting fyrir börn og foreldra en einnig fyrir bara foreldra svo þeir fái tækifæri til að kynnast.

                -Fræðslu og lýðheilsuráð – fulltrúar í Samtaka mega bjóða sig fram á næsta fundi til að vera fulltrúi Samtaka inn í fræðslu- og lýðheilsuráð.

                -Það er í vinnslu að búa til  vefsíðu fyrir Samtaka.

                -umræða um samning samtakanna 78 við bæinn, og um athugasemdir sem gerðar voru á sýningu samtakanna og hvernig má bregðast við þeim. – um fræðslu til kennara um málefni samtakanna.

                -Bærinn kemur með fjármagn til Samtaka (foreldrafélaganna)

                -Gerð starfsáætlun fyrir samtaka, þar sem slík lá ekki fyrir

                -Orðanotkun foreldra og barna t.d. í íþróttum, umræður

*Vilji fyrir að halda fyrirlestra með Oddeyrarskóla
                -Rætt var um að mögulega væri betra að bjóða fleirir skólum

                -Rætt hvernig hægt væri að fá fleiri á aðalfundi, spurning um að gera könnun. Möguleiki á upptökum á fyrirlestrum

*Litlu jólin

                -Rætt um að fá aftur uppistand fyrir 8-10. Bekk, Heiðrún fór í málið

                -Jólasveinn fyrir 1.-7. Bekk

                -Jólaball 21. Des á skólatíma fyrir 1.-7. Bekk, Lísbet hafði samband við jólasvein, hann er laus og til í að koma. (hann var búinn að gera laust pláss í dagskránni sinni fyrir okkur) ;)

*Skólaráð: Lísbet og Hanna Kata – Guðbjörg er varamaður

*Samtaka: Lísbet og Hanna Kata – Helen Birta er varamaður

*Heiðrún hafði samband við Dennu vegna bókakaupa

*Rætt um að foreldrafélag styrki nemendur í mismunandi áhugamálum/verkefnum t.d. skólablaðið

*Þarf að panta gjöf fyrir 10. Bekk – fórum í hugmyndavinnu, hvort við viljum panta penna aftur eða eitthvað annað, ákveðið að halda okkur við pennana – Lísbet pantar