Foreldrafélag Brekkuskóla Stjórnarfundur

5. febrúar 2024 kl 20-20:45.

 Mætt: Steinþór, Kristrún, Sigríður, Héðinn, Skúli, Josh og Hanna Kata, sem ritaði fundargerð. 

  1. Samtaka - fundur með stjórnum foreldrafélaganna. Fundur er boðaður n.k. miðvikudag, 7.feb kl 20. Markmið fundarins/umræðuefni mætti vera skýrara, Héðinn kannar málið.
  1. Frímínútur unglinga - afþreying. Afþreying fyrir unglinga skólans sem fara ekki út í frímínútum: Spil á bókasafninu eru í boði. Borðtennisborð er orðið slappt. Hanna Kata kanni á skólaráðsfundi hvort fleira muni vera í boði.
  2. Símareglur. Sveitarfélagið vinnur í að stilla saman miðlægu eininguna, skólana og Heimili og skóla. Svo virðist sem byrjað sé að tilnefna nemendur í nefnd, sem er flott. HK spyrjist frekar fyrir um stöðu málsins á næsta skólaráðsfundi.
  1. Jólaball – uppgjör. Uppgjöri vegna tónlistarflutnings lokið.
    1. Samtökin ´78 – fræðsla haust 2023. Fjórir skólar hafa þegar greitt, þrír eiga ógreitt. Ítrekun verði send (HK sendi á stjórnar-síðu Samtaka) og greiðsluseðill í mars, ef ekki hefur skilað sér. Rafrænn reikningur verði sendur Akureyrarbæ.
    2. Útskriftargjöf 10.bekkjar. Nóg er til af pennum fyrir vorið 2024. Eftir óformlega könnun, virðist gjöfin vel þegin sem slík, þó ekki sé endilega mikið notuð. Hugmynd um að láta merkja penna með útskriftarári, kostnaður við slíkt verði kannaður (magninnkaup+universal áletrun hafa verið hagstæð kaup).
    3. Félagsgjöld í Foreldrafélag Brekkuskóla. Greiðsluseðlar voru sendir út 9.janúar. 146 af 312 kröfum hafa þegar verið greiddar, eða rétt um 47 %.
    4. Áreiðanleikakönnun hefur borist - gjaldkeri svarar erindinu.
      1. Farsældarsáttmáli. Framhald af umræðu um möguleika Akureyrarbæjar til að vera leiðandi á landsvísu í samvinnu nemenda, foreldra, skóla og sveitarfélags – verði kannað nánar; staðan í skólaráði og hjá bænum.
      2. Öskudagur er í næstu viku – mega nammi og stundum geggjaður harðfiskur og allir í stuði. Jákvætt að foreldrar hjálpist að við að láta engan verða útundan, þegar börn mynda hópa til að fara í bæinn (það má t.d. senda póst á bekkjarsíðu og kanna á bolludegi hvort nokkur sé án hóps).

 

Næsti fundur: 4.mars.